Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skoðar nú hvort mögulegt sé að minnka gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar til þess að spara vaxtagreiðslur. Þetta kemur fram í viðtali við Bloomberg í dag.

Það er ljóst að fjármagnshöftin kalla á meiri gjaldeyrisvaraforða en annars hefði þurft, segir Bjarni í samtali við Bloomberg á þriðjudaginn. „Það má samt deila um það hversu mikill hann þarf að vera og það þarf að skoða,“ segir hann.

Gjaldeyrisvaraforðinn er nú 456 milljarðar króna og er nú þrefalt stærri en hann var í janúar 2008, en meira en helmingi minni en hann var í maí í fyrra.