Í miðnæturávarpi sínu í gærkvöldi kallaði Frans páfi eftir því að heimurinn minnkaði neysluhyggju sína og fíkn í auðsæld. Páfinn ávarpaði 10 þúsund manns fyrir framan Péturskirkju í Vatíkaninu.

Páfinn sagði að jólin væru tækifæri til að uppgötva það enn á ný hver við erum. Hann beindi þeim boðskap til kristinna um allan heim að tileinka sér sama einfalda lífsstíl og Jesús, sem var „fæddur í fátækt þrátt fyrir heilagleika sinn“. Frans sagði Jesús kenna okkur að hegða okkur af stillingu og nægjusemi í heimi sem er fullur af neysluhyggju og sjálfsupphefð.

Að sögn BBC notaði páfinn ræðuna til að undirstrika helstu áherslur fyrstu þriggja ára hans í embættinu - réttlæti, samkennd og miskunnsemi.