Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill sjá 6 milljónir bótaþega fara aftur út á vinnumarkaðinn.

Nýjasta fjárlagafrumvarpið tekur ekki fram hversu mörgum eigi að koma aftur út á vinnumarkaðinn, en orð formanns fjárlaganefndarinnar bentu þó til þess.

Samkvæmt fréttasíðu CNN Money sagði Mick Mulvaney að meira en 6 milljónum manna yrði komið út á vinnumarkaðinn.

Það skiptir Trump umfangsmiklu máli að ná fólki af bótum, til þess að skera niður í ríkisrekstrinum.

Eins og áður hefur verið greint frá gera fjárlögin ráð fyrir því að hægt verði að skera niður um allt að 3600 milljarða dollara.

Mesti niðurskurðurinn verður þá í opinberri þjónustu. Til að mynda er stefnan sett á að ná 800 milljarða dala niðurskurði í heilbrigðismálum.