Klára verður núverandi uppbyggingu Landspítala við Hringbraut og hraða henni sem mest, að sögn Þorkels Sigurlaugssonar, varaformanns stjórnar samtakanna „Spítalinn okkar“. Hann varar við hugmyndum Framsóknarmanna og annarra sem vilja færa spítalann á annan stað, en síðustu hugmyndir hafa miðað við að spítalanum verði fundinn staður við Vífilsstaði í Garðabæ. Hann telur hins vegar skynsamlegt að undirbúa byggingu annars spítala en Landspítalans.

„Hugsanlega má hverfa frá því að stækka spítalann enn frekar eins og áformað er næstu áratugi. Nota ætti næstu misseri og ár samhliða að undirbúa staðarval og hönnun á nýrri spítalabyggingu, sem ekki væri háskólasjúkrahús og þjónar heilbrigð­ iskerfinu eftir nokkra áratugi. Ég veit að heilbrigðisráðherra hefur ekki útilokað slíkt. Sú vinna tefji á engan hátt núverandi byggingará­ form,“ segir Þorkell. „Með þessu leysist brýn þörf á nýjum Landspítala (meðferðarkjarna) og rannsóknahúsi sem væri tilbúinn án tafar sem fyrsti áfangi til notkunar árið 2023. Það kæmi síðan önnur sjúkrahúsbygging eigi síðar en um miðja þessa öld sem auk spítalans við Hringbraut þjónar Íslendingum, ferðamönnum og öðrum sem leita lækninga hér á landi.

Sá spítali getur sérhæft sig í einhverjum tegundum sjúkdóma eða aðgerða svo sem bæklunarlækninga, liðaskiptaaðgerða, meðferð fyrir geðfatlaða eða annað. Þá fer íbúafjöldi Íslands að nálgast hálfa milljón. Leiða má líkur að því að endingartími sjúkrahúsbygginga sé ekki endilega meiri en hálf öld enda kostnaður við húsnæði tiltölulega lítill hluti af heildarkostnaði heilbrigðiskerfisins.“ Hann segir það vera öryggisatriði og skynsemi að vera ekki með eina sjúkrahúsbyggingu á Íslandi. „Reksturinn mætti jafnvel vera aðskilinn þannig að ekki sé um sams konar þjónustu að ræða og ekki sömu stjórnendur. Til yrði valkostur í heilbrigðisþjónustu í stað þess að allt sé rekið undir einni stjórn og heilbrigðisstarfsfólk og sjúklingar hafi bara í eitt hús að venda.“

Dýrara að byggja annars staðar

Þorkell er harðorður í garð þeirra sem barist hafa gegn því að nýr Landspítali verði reistur við Hringbraut. „Það hljómar vel að byggja nýtt við Hringbraut um nokkuð langan tíma svo sem Barnaspítalann, Kbyggingu, eldhúsbyggingu, sjúkrahótelið og fleira.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið á pdf-formi með því að smella á hlekkinn Tölublöð.