Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, óskaði eftir því í síðustu viku að fá greinargerðir frá innanríkisráðuneyti og utanríkisráðuneyti um um mál manna frá bandarísku alríkislögreglunni, FBI, sem komu hingað árið 2011 til að rannsaka starfsemi uppljóstrunarvefsins Wikileaks hér á landi. Hann segir í samtali við Morgunblaðið ekki hafa heyrt um málið umfram það sem hafi kommið fram í fjölmiðlum. Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, greindi frá komu FBI-mannanna í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í síðustu viku.

Hann telur geta verið tilefni til að taka málið upp í nefndinni. Hann segir þó ekki hafa komið til tals að kalla sendiherra Bandaríkjanna fyrir utanríkismálanefnd Alþingis enda engin fordæmi fyrir því að kalla sendiherra erlendra ríkja fyrir hana.