Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur farið fram á að Forsætisnefnd Alþingis krefji Ríkisendurskoðun um skýrslu um stjórnvaldsathafnir ráðherra, stofnana eða annarra stjórnvalda sem falið hafa í sér veitingu fjár eða undirgöngu annarra fjárhagslegra skuldbindinga ríkissjóðs eftir hrun.

Í bréfi Birkis Jóns til nefndarinnar kemur fram að til stóru bönkunum þremur hafi verið veittir 183,6 milljarðar króna, Sjóvá 11,7 milljarðar auk tuga milljarða til annarra fjármálafyrirtækja. Birkir Jón segir að í ljósi umfangs sé mikilvægt að Ríkisendurskoðun verði falið verkefnið hið fyrsta.