Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, vill nýta það svigrúm sem verði í fjárlögum næsta árs til að koma á koppinn rannsóknareiningu um ferðaþjónustu til að efla rannsóknir á ferðaþjónustu. Þetta kemur fram í frétt RÚV.

Í skýrslu OECD um efnahagsmál á Íslandi kemur meðal annars fram að ferðaþjónusta valdi þrýstingi á innviði, samfélag og náttúru Íslands og mælt er með stefnumótun þvert á ráðuneyti með hagsmunaaðilum til þess að stuðla að sjálfbærni. Þórdís Kolbrún fagnar ábendingum í skýrslunni.

Hún segir að eitt af því sem að áhersla verður lögð á í þessari fjárlagavinnu sem fram undan er að sjá rannsóknareiningu innan stofnunar sem heyrir undir Ferðamálaráðuneytið sem getur verið eins konar naflastrengur við Umhverfisráðuneytið. Ráðherrann segir að slík rannsóknareining geti verið fyrir ferðaþjónustuna eins og Hafrannsóknarstofnun er fyrir sjávarútveginn.