Sameina ber SÍ og FME eða færa stofnanirnar undir sömu yfirstjórn (eins og í Finnland og Írlandi). Auka ber valdheimildir FME og hvetja ber stofnunina til að beita sér af meiri krafti.

Þetta er meðal þeirra atriða sem koma fram í skýrslu Kaarlos Jännäris um reglur og eftirlit með bankastarfsemi sem er verið að kynna núna í Þjóðmenningarhúsinu.

Skýrslan hefst á yfirliti þar sem lýst er stofnanalegri umgjörð reglusetningar og eftirlits á sviði fjármálastarfsemi á Íslandi, síðan er sagt frá kreppunni og aðdraganda hennar, þar næst er lýsing á meginþáttum þeirra sviða sem matið fjallar einkum um, auk þess er hugað að fáeinum atriðum sem skipta máli í tengslum við matið.

Í lokakaflanum má finna niðurstöður og helstu ráðleggingar varðandi framtíðina.