Lausasala á lyfjum, léttvíni og bjór mun auka samkeppni og lækka verð til viðskiptavina, að sögn Finns Árnasonar, forstjóra Haga.

Finnur Árnason
Finnur Árnason

Finnur bendir á að tilkoma lágvöruverðsverslana hafi haft jákvæð áhrif hér á landi, þar á meðal verji landsmenn lægra hlutfalli af launum sínum en áður til kaupa á dagvöru. Máli sínu til stuðnings benti hann á að vöruverð á Ísafirði hafi lækkað um 30% þegar ein verslana Bónus opnaði þar fyrir nokkrum árum.

„Leyfi til að leyfa lausasölu á lyfjum, léttvíni og bjór mun styrkja rekstrargrundvöll verslana á landsbyggðinni,“ sagði Finnur og benti á að þetta breytta fyrirkomulag ætti ekki að hafa áhrif á tekjur ríkissjóðs, sem geti fengið allar þær tekjur sem hann vilji af sölu varanna.