Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vill selja stóran hluta ríkisins af Landsbankanum og setja bankann á markað. Þetta kemur fram í viðtali RÚV við Bjarna. Þá segir Bjarni að ríkið hafi heimild til að selja allt að 30% hlut í bankanum og að sala á hluta ríkisins í honum getur komið sér vel í að bæta skuldastöðu þess.

Hann segist sjá fyrir sér að ríkið eigi áfram um 40% hlut í bankanum og hann vill setja takmark á hámarks eignarhlut einstakra aðila.