*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Innlent 30. september 2013 08:58

Vill selja virkjanir Landsvirkjunar

Pétur Blöndal hefur varpað fram hugmyndum um það hvernig þjóðin getur haft arð af náttúruauðlindum.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Stofna á félög utan um Kárahnjúkavirkjun sem taki fyri samninga við álverið á Reyðarfirði og skuldir virkjunarinnar í fjörutíu ár. Síðan á að selja félagið, jafnvel útlendingum. Að fjörutíu árum liðnum þarf að stofna nýtt félag utan um Kárahnjúkavirkjun, sem fær afnot af Jöklu í 40 ár og leigir stífluna. Endurtaka þarf leikinn að fjörutíu árum liðnum. Sama máli gegnir um Þjórsárvirkjanir, Rarik, Orkubú Vestfjarða og fleiri virkjanir Landsvirkjunar.

Þetta er hugmynd sem Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, varpar fram í Morgunblaðinu í dag. Þar viðrar hann hugmyndir um það hvernig hægt verði að láta Landsvirkjun skila ríkissjóði mörg hundruð milljörðum króna. Á sama tíma og félög eru stofnuð utan um rekstur Landsvirkjunar munu náttúruauðlindir áfram verða í eigu þjóðarinnar, sem muni njóta arðs af henni.

„Ríkissjóður hefði fé til að lækka skuldir, vexti og skatta og koma frosnu atvinnulífi í gang en fjárfesting er í lágmarki, atvinnu skortir og fólk flytur til útlanda. [...] Rekstraráhætta ríkissjóðs hyrfi og flyttist yfir á eigendur hlutafélaganna, K0i, Þ0i og R0i. Nægilega hátt ríkisábyrgðargjald hvetti félögin til að afla lánsfjár annars staðar og ríkisábyrgðin hyrfi og þar með áhætta ríkissjóðs, okkar, af þessum rekstri. Orka fallvatnanna héldist í eigu ríkisins og héldist sem „auðlind í eigu þjóðarinnar“. Virkjanirnar og þar með orkan yrðu seldar,“ skrifar Pétur. 

Stikkorð: Pétur Blöndal
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is