*

laugardagur, 15. ágúst 2020
Innlent 30. júlí 2016 13:20

Vill sjá verðtryggingarfrumvarp rætt á þingi

Silja Dögg Gunnarsdóttir segir Sjálfstæðisflokkinn hafa staðið í vegi fyrir því að verðtryggingarfrumvarp yrði lagt fram.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vill að frumvarp um afnám verðtryggingar fái umræðu í þinginu, en að Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið í vegi fyrir því að frumvarpið væri lagt fram á Alþingi.

Kom þetta fram í viðtali við Silju í Vikulokunum á Rás 1. Silja sagðist vilja sá frumvarpið lagt fram, þótt það yrði í formi þingmannafrumvarps í stað ríkisstjórnarfrumvarps. Þetta hafi verið rætt innan Framsóknarflokksins og að aðrir þar væru á hennar máli.