Beri Hægriflokkurinn sigur úr býtum í þingkosningum í Noregi í haust kemur til greina að settur verði saman hópur sérfræðinga sem muni skoða kosti þess að skipta olíusjóðnum norska í tvennt.

Jan Tore Sanner, formaður flokksins, veltir því upp í samtali við breska dagblaðið Financial Times að sjóðnum verði skipt í tvennt. Annar helmingur hans muni fjárfesta í skuldabréfum en hinn í hlutabréfum. Blaðið segir að þegar olíusjóðurinn var settur á laggirnar fyrir um tuttugu árum síðan í þeim tilgangi að halda utan um arð norska ríkisins af olíuvinnslu hafi engan órað fyrir að hann yrði jafn stór og hann er nú. Í sjóðnum eru eignir upp á jafnvirði 720 millljarða dala og er hann orðinn einn af umsvifamestu fjárfestingarsjóðum heims. Búist er við að eignir sjóðsins verði komnar í þúsund milljarða eftir sjö ár.

Sannes segir að komist flokkurinn til valda þá verði allt undir. Hann veltir því m.a. upp að vel megi hugsa sér að einn sjóður olíusjóðsins keppi við annan.

Blaðið rifjar upp að talsvert hafi verið rætt um olíusjóðinn upp á síðkastið, s.s. um vald hans sem hluthafa en það þykir vannýtt.