Jón Gunnarsson samgöngumálaráðherra sagði að háar fjárhæðir færu til samgöngumála og því væri mikilvægt að taka upp nýjungar, tileinka sér nýja hugsun á sviðum samgangna á samgönguþingi sem stendur nú yfir á Hótel Örk. Hann sagði enn fremur að ekki unnt að ná fram nægu fé til málaflokksins með einungis framlögum frá ríkissjóði, skoða yrði aðra leiðir. Hægt er að kynna sér erindi Jóns á vef samgöngumálaráðuneytisins .

Þá nefndi Jón Gunnarsson öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar og skýrslu þess efnis sem kynnt hefði verið nýlega. Jón sagði þar hafa komið fram að flugvöllur í Hvassahrauni gæti tekið við flestum þeim hlutverkum sem Reykjavíkurflugvöllur gegnir í dag en áður en hægt væri að taka ákvörðun um flugvöll þar yrðu að fara fram margra ára rannsóknir og undirbúningur. Því væri ljóst að Reykjavíkurflugvöllur yrði að fá að vera á sínum stað í allmörg ár enn.

Ráðherra sagði jarðgangatengingu við Seyðisfjörð til skoðunar og að hann væri að skipa starfshóp til að athuga hvaða leið skyldi fara í þeim efnum og horfa yrði til framkvæmda sem fyrst eftir að vinnu við Dýrafjarðagöng lýkur.