Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður VG og nefndarmaður í fjárlaganefnd, fer fram á það að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skýri með nákvæmari hætti hvernig hann hyggist ná hallalausum fjárlögum á næsta ári.

„Í ljósi þess hvernig staðan er núna á þeim fjárlagaliðum sem eru komnir fram úr áætlun er ástæða til að ætla að það geti orðið verulega erfitt nema með niðurskurði eða álagningu gjalda. Þeir hafa sagst ætla að halda áfram að lækka skatta, svo það er fyrirséður aukinn niðurskurður,“ segir Bjarkey.

Hún telur skynsamlegra að lækka ekki skatta og ráðast jafnvel í skattahækkanir.