Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi hf. segir að þær kröfur sem fyrirtækið hafa gert í kjaraviðræðum við starfsmenn séu þær sömu og önnur fyrirtæki hafi almennt á Íslandi.

Rannveig segir það ánægjulegt að ekki hafi þurft að slökkva á kerum álversins í Straumsvík eins og stefndi í, en verkfalli starfsmanna sem átti að hefjast á miðnætti í nótt var aflýst. Hún segir að það verði áfram verkefni ISAL að fá niðurstöðu í kjaraviðræðurnar, en hún sé fyrir löngu orðin tímabær.

Rannveig segir að deilan snúist ekki um launakjör eins og fulltrúar starfsmanna hafa ítrekað lýst yfir. Hún segir deiluna snúast um þá staðreynd að ISAL standi ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varði útivistun verkefna, en hömlurnar sem eru á fyrirtækinu eigi sér enga hliðstæðu á Íslandi og það sé skýr krafa um að þær verði rýmkaðar eins og fyrirtækið hafi farið fram á. Það feli ekki í sér neinar heimildir eða svigrúm sem önnur fyrirtæki á Íslandi hafi ekki almennt.

„Deilan snýst um þá staðreynd að ISAL situr ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna. Hömlurnar á fyrirtækið hvað þetta varðar eiga sér enga hliðstæðu á Íslandi og það er skýr krafa að þær verði rýmkaðar eins og við höfum farið fram á. Það felur ekki í sér neinar heimildir eða svigrúm sem önnur fyrirtæki hafa ekki almennt á Íslandi.“