Kristján Loftson, forstjóri Hvals efh, hefur sent inn umsögn vegna frumvarps til laga um breytingar á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Þar bendir hann á mikilvægi þess að sett verði ákvæði um meðalhóf með það fyrir augum að takmarka þau áhrif sem hlutafjáreign fylgir.

Í umsögnininni segir eftirfarandi: „í ljósi þess að fjárfestingar lífeyrissjóðanna koma líklega til með að aukast í íslensku atvinnulífi er ástæða til að hafa gát á því hvernig á er haldið. Á það hefur margoft verið bent, að ef til vill sé heppilegast að slíkir fjárfestar beiti áhrifum sínum með þeim hætti, að þeir „kjósi með fótunum" það er að séu þeir ósáttir við stjórnun félaganna selji þeir hlut sinn og láti þannig í ljósi skoðun sína. “

Í ljósi þessa bendir Kristján á mikilvægi þess að koma slíku meðalhófs ákvæði fyrir í lögunum til að sporna við óæskilegum afleiðingum sem þessum af vaxandi áhrifa stofnanafjárfesta í íslensu atvinnulífi.

Umsögnina má skoða nánar hér.