Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur óskað eftir að haldinn verði fundur í viðskiptanefnd Alþingis.

Vill hann að forsvarsmenn viðskiptabankanna sitji fyrir svörum um hvaða reglur gilda um skuldameðferð og aðkomu eigenda að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja sinna.

Undanfarna daga hefur verið greint frá endurskipulagningu Haga og hugsanlegri aðkomu Kaupþings að félaginu. Í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram að til standi að Kaupþing eignist 40% í félaginu og Jón Ásgeir Jóhannesson og aðilar tengdir honum eigi 60%.

Samhliða þarf að koma til skuldaniðurfellingar, en ekki er vitað hversu há hún verður.