Í bréfi talsmanns neytenda, Gísla Tryggvasonar til viðskiptaráðuneytis er lagt til að hlutafé verði tekið frá í nýjum bönkum til þess að mæta skaðabótakröfum neytenda vegna hugsanlegra mistaka við framkvæmd peningamarkaðssjóða.

Þetta kemur fram á vef Talsmanns neytenda.

Talsmaður neytenda, Gísli Tryggvason leggur til að hlutafé verði tekið frá við endurskipulagningu bankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, til þess að koma til móts við hugsanlegar skaðabótakröfur neytenda vegna taps í peningamarkaðssjóðum þeirra reynist nægilegar tryggingar ekki fyrir hendi.

Sjá nánar vef Talsmanns neytenda.