Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir þær stéttir sem mest hafi hækkað í launum þurfa að sýna vilja og þroska til að ná þjóðarsátt um jafnari tekjudreifingu, og vill að hæstu laun hjá ríkinu verði fryst. Þetta sagði hún á milliþingi flokksins fyrr í dag, en RÚV greindi fyrst frá .

Þorgerður gagnrýndi framgöngu stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga, og velti því fyrir sér í hvað fundir ríkisstjórnarinnar með verkalýðshreyfingunni hefðu farið. „Voru þau að skiptast á uppskriftum eða pæla í plottinu í Ófærð?“

Þá talaði hún fyrir því að sálfræðiþjónusta yrði felld undir almannatryggingar, og manneskjulegra kerfi gagnvart innflytjendum og hælisleitendur.