Mexíkanski auðjöfurinn, Carlos Slim, vill bjóða fólki þriggja daga vinnuviku, lengri vinnudaga og hækka ellilífeyrisaldurinn. Hann telur að þetta muni bæta lífsgæði fólks og auk þess sem það mun afkasta meiru.

Á ráðstefnu, sem fjölmargir viðskiptamenn og póltískir leiðtogar Suður Ameríku sóttu í Paragvæ, ávarpaði Slim gesti og lagði til að vinnudagurinn yrði lengri, um 10 til 11 tímar á dag, en vinnuvikan einungis þrír dagar. Það myndi veita fólki meiri tíma til að slaka á. Slim benti einnig á að með meiri frítíma gætu verið fundnar upp nýjar afþreyingar.

Slim sagði einnig að með hækkandi lífslíkum fólks mætti hækka efitrlaunaaldurinn upp í 70 eða 75 ár.

Slim sem er framkvæmdastjóri Telmex og er einn ríkasti maður heims hefur boðið starfsmönnum Telmex að vinna eftir að þeir ná eftirlaunaaldri fjóra daga vikunnar. Áætlað er að auður Slim nemi 80 milljörðum dollurum sem er svipaður auði Bill Gates.

Nú þegar hafa nokkur fyrirtæki í Ástralíu farið að bjóða fjögurra daga sveigjanlegri vinnuviku en þau telja að það hafi góð áhrif á heilsu starfsmanna sinna og sé umhverfisvænna.