Málflutningur í Al Thani-málinu í Hæstarétti hófst í morgun en dómur féll í héraði um miðjan desember.

Björn Þorvaldsson saksóknari fór fram á þyngri fangelsidóma í málflutningnum fyrir hádegi.

Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar sagði í málflutningnum í morgun að sérfróður meðdómari í héraðsdómi hafi verið vanhæfur til að dæma í málinu. Hann hafi tapað miklu í hruninu en tvö félaga hans hafi verið í gjaldþrotameðferð um svipað leiti og meðdómarinn var skipaður.

Héraðsdómur dæmdi Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í fimm og hálfs árs fangelsi, Sigurð Einarsson stjórnarformann bankans í fimm ára fangelsi, Ólaf Ólafsson fjárfesti í þrjú og hálft ár og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg, í þrjú ár.