Michael O'Leary, forstjóri írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair, kynnti í dag áætlun félagsins sem felur í sér að tvöfalda stærð Ryanair á næstu tíu árum.

Hinn skrautlegi forstjóri, sem oft hefur vakið athygli fyrir bæði skrautleg og á tíðum vafasöm ummæli, sagði í samtali við breska blaðið Financial Times í dag að hann gerði ráð fyrir því að farþegafjöldi félagsins myndi fara úr 72 milljónum farþega á ári í 120-130 milljónir farþega eftir tíu ár.

Þá ráðgerir félagið að kaupa um 300 nýjar flugvélar á næstu árum þrátt fyrir efnahagsástandið í heiminum. Félagið á nú um 270 vélar, allar af gerðinni Boeing 737 en þá á félagið í viðræðum við bæði rússneska og kínverska flugvélaframleiðendur um kaup á nýjum vélum.

O'Leary hefur áður lýst því yfir að Ryanair hafi mikinn áhuga á kínversku C919 vélunum frá Comac sem nú eru í þróun.

C919 frá kínverska flugvélaframleiðandanum Comac.
C919 frá kínverska flugvélaframleiðandanum Comac.

C919 frá kínverska flugvélaframleiðandanum Comac.