Þorleifur Gunnlaugsson, varamaður VG í borgarráði, vill vita hver heildarkostnaður Reykjavíkurborgar var vegna utanlandsferða starfsmanna og kjörinna fulltrúa í fyrra. Hann lagði fram fyrirspurn þessa efnis á borgarráðsfundi í gær. Hann spyr jafnframt hversu margir einstaklingar fóru í þessar ferðir og hve oft hver og einn fór.

Þá vill Þorleifur líka vita hversu margir starfsmenn sem  þiggja laun samkvæmt ákvörðun kjararáðs fóru í þessar ferðir og hve oft hver og einn fór, hversu margir félagsmenn í Eflingu fóru og hversu margir félagar í Starfsmannafélagi Reykjavikur fóru.