*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 13. maí 2013 08:37

Vill veiða túnfisk á stöng

Orri Vigfússon vill auka möguleika erlendra ferðamanna og hefur sótt um leyti til sjóstangveiði á tveimur tonnum af túnfiski.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Orri Vigfússon, formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna, hefur í umboði klúbbs síns sótt um leyfi til sjóstangveiði á tveimur tonnum af túnfiski. Fiskistofa úthlutar leyfunum eftir helgi en 27 tonnum verður úthlutað til veiða á línu. Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að tilraunaverkefni samkvæmt nýrri reglugerð Atvinnuvegaráðuneytisins er hluti túnfiskkvótans fyrir sjóstangveiði. Reynslan verður metin í lok árs. Hugmyndin er að auka fjölbreytni í möguleikum ferðamanna hér á landi. Blaðið segir túnfiskveiðar á stöng þekktar víða, t.d. Kanada og Bandaríkjunum. 

Orri segir í samtali við blaðið að í Bandaríkjunum fáist mesti peningurinn í sportveiði. „Við  hérna á Íslandi erum bara rétt að byrja á því að nýta þessa fiskveiðistofna skynsamlega. Það er hagkvæmara að láta fólk koma hingað, veiða fiskinn sjálft og flytja hann sjálft úr landi,“ segir hann.