*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 31. mars 2015 08:20

Vill veita Seðlabankanum aukið vald

Formaður efnahagsnefndar mun kynna skýrslu um íslenskt fjármálakerfi í dag.

Ritstjórn
Frosti Sigurjónsson.
Haraldur Guðjónsson

„Það hefur ekkert breyst í grundvallaratriðum frá efnahagshruninu. Það er ekki búið að byrgja brunninn enn þá. Bankar hafa áfram getu til að blása í næstu kreppu,“ segir Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, í samtali við Morgunblaðið.

Frosti hefur unnið skýrslu að beiðni forsætisráðherra um íslenskt fjármálakerfi, en hann mun kynna efni hennar á blaðamannafundi í dag. Skýrslan er 112 blaðsíður að lengd og skrifuð á ensku.

Fram kemur í Morgunblaðinu að ein af meginniðurstöðum Frosta sé að Seðlabankinn þurfi að búa yfir mun beittari stjórntækjum ef honum eigi að takast að tryggja fjármálalegan stöðugleika á Íslandi í framtíðinni.

„Í skýrslunni eru kynntar tillögur að róttækum breytingum. Þar segir meðal annars að peningamyndun sé of mikilvæg til að láta bankana eina um það verkefni,“ segir Frosti. Hann segir að skoða verði ferli peningamyndunar og stjórn á henni, sem virðist hafa verið afskaplega lítil. Dæmi um það sé að á Íslandi hafi bankar nítjánfaldað peningamagnið á fjórtán árum.

„Seðlabanki Íslands hefði auðvitað aldrei lagt slíkt til út frá sjónarmiðum um verðstöðugleika og fjármálastöðugleika,“ segir Frosti.