Hjörleifur Jakobsson og kona hans, Hjördís Ásberg, seldu hlut félagsins Feier ehf í Hampiðjunni í gær vegna þess að þau vilja hafa meira að segja um gang þeirra fyrirtækja sem þau eiga hlut í. Félagið Feier ehf átti 13,71% í Hampiðjunni og var félagið á meðal helstu eigenda. Virðing sá um sölu á honum fyrir eigendur Feier ehf.

Hjörleifur sagði í samtali við Viðskiptablaðið í gær þau hjón vilja vera kjölfestufjárfesta með 20-30% hlut og einbeita sér í meiri mæli að fjárfestingum sínum.

Þau eru m.a. hluthafar í Öryggismiðstöðinni, bílaumboðinu Öskju, Límtré Vírneti í Borgarnesi og á Flúðum og í Samskipum auk nokkurra smærri félaga.