Gunnar Bragi Sveinsson hefur lýst því yfir að hann sækist eftir því að verða ritari Framsóknarflokksins. Þetta kemur fram á vef Framsóknarflokksins. Flokksþing fer fram um helgina.

Gunnar Bragi segir í yfirlýsingu að fyrir nokkru hafi hann ákveðið að gefa kost á sér til forystustarfa fyrir Framsóknarflokkinn.

„Ákvað ég að leggja það í hendur fulltrúa á flokksþingi hvort þeir vildu nýta krafta mína til starfa varaformanns eða ritara flokksins," segir í yfirlýsingunni.

„ Vegna áskorana um að taka af skarið og lýsa yfir hvoru embættinu ég sækist frekar eftir óska ég eftir stuðningi til að verða næsti ritari Framsóknarflokksins."