Guðmundur Franklín Jónsson er viðskipta- og hagfræðingur. Hann starfað um árabil í fjármálageiranum meðal annars sem verðbréfamiðlari á Wall Street í Bandaríkjunum. Guðmundur Franklín var einnig formaður Hægri grænna, flokks fólksins, stjórnmálaflokks sem stofnaður var árið 2010 og lagði upp laupana sex árum síðar. Eitt helsta stefnumál flokksins var að berast gegn Icesave .

Guðmundur Franklín tilkynnti um framboð sitt í beinni útsendingu á Facebook í morgun.

„Ég heiti því og legg við drengskap minn að verði ég forseti mun orkupakki fjögur og fimm ekki fara í gegnum mig heldur fær þjóðin að kjósa um þá," sagði hann. „Eins heiti ég því að ESB verði aldrei samþykkt án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu."

Guðni Th . Jóhannesson, sem var kjörinn forseti Íslands fyrir tæpum fjórum árum, tilkynnti í nýársávarpi sínu um síðustu áramót að hann gæfi kost á sér til endurkjörs. Í byrjun apríl tilkynnti Axel Pétur Jónsson, sem titlar sig þjóðfélagsverkfræðing, að hann hygðist bjóða sig fram til forseta.