Þeir sem keypt hafa skuldabréf banka í fjárhagskröggum eiga að bera þungan af falli viðskiptavina sinna, samkvæmt tillögum sem Erkki Liikanen, seðlabankastjóri Finnlands, hefur lagt fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB). Liikanen vann skýrslu um málið fyrir stjórnina. Á meðal þess sem hann leggur til er að innlán og fyrirtækjalán eigi að skilja eftir í viðskiptabankastarfsemi banka og setja fjárfestingarstarfsemina inn í annað félags. Skjaldborg verði reist í kringum viðskiptabankastarfsemina.

Reuters-fréttastofan segir í umfjöllun sinni um málið ólíklegt að framkvæmdastjórn ESB muni bregðast hratt við tillögum finnska seðlabankastjórans.

Reuters segir skýrsluna lið í umfangsmikilli endurskoðun á rekstri banka og fjármálafyrirtækja sem ráðist hafi verið í víða um heim eftir fjármálakreppuna, þar á meðal í Bandaríkjunum og í Bretlandi.