*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 19. nóvember 2013 13:48

Vill vita hvort hótel hafi hækkað gjaldskrár

Steingrímur J. Sigfússon spyr ráðherra hvernig rekstraraðilar hafi brugðist við fyrirhugaðri hækkun gistináttaskatts.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, vill vita hvort hótel og gististaðir hafi verið búnir að taka fyrirhugaða hækkun virðisaukaskatts inn í gjaldskrá sína

„Hefur verið kannað í hve ríkum mæli hótel og aðrir gististaðir höfðu þegar tekið fyrirhugaða hækkun virðisaukaskatts úr 7% í 14% inn í gjaldskrá sína áður en fallið var frá innheimtunni?“ segir Steingrímur í skriflegri fyrirspurn til Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Þá vill Steingrímur líka vita hvort fylgst hafi verið með því hvort hótel og gististaðir sem höfðu hækkað gjaldskrár eða boðað hækkun á gjaldskrá, til samræmis við fyrirhugaða hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu, hafa dregið þær hækkanir til baka eftir að fallið var frá innheimtunni.