Vilmundur Jósefsson fékk 93,62% greiddra atkvæða til kosningar formanns Samtaka íðnaðarins á Iðnþingi fyrr í dag. Aðrir fengu 0,75% greiddra atkvæða. Auð og ógild atkvæði 5,63%. Kosningaþátttaka var 75,27%.
Vilmundur Jósefsson verður því formaður Samtaka iðnaðarins fram að Iðnþingi 2005.

Kjör stjórnar og ráðgjafaráðs:

Alls gáfu ellefu kost á sér.

Stjórn
Þessi fjögur hlutu flest atkvæði og setjast í stjórn Samtaka iðnaðarins til næstu tveggja ára:

Hörður Arnarson, Marel hf. 43.749 atkvæði
Loftur Árnason, Ístak hf. 26.267 atkvæði
Aðalheiður Héðinsdóttir, Kaffitár ehf. 26.219 atkvæði
Sigurður Bragi Guðmundsson, Plastprent hf. 23.954 atkvæði

Fyrir í stjórn Samtakanna eru:

Halla Bogadóttir, Halla Boga gullsmíði
Hreinn Jakobsson, Skýrr hf.
Þorsteinn Víglundsson, BM Vallá hf.

Ráðgjafaráð
Þessir sex komu næst að atkvæðatölu og eru kjörnir til setu í ráðgjafaráði Samtaka iðnaðarins til eins árs og eru jafnframt varamenn í stjórn Samtakanna.
Þeim er raðað hér í stafrófsröð.

Elías Pétursson, E.P. vélaleiga ehf.
Guðlaugur Adólfsson, Fagtak ehf.
Guðmundur Tulinius, Slippstöðin ehf.
Helgi Jóhannesson, Norðurmjólk ehf.
Hörður Þórhallsson, Actavis hf.
Sveinbjörn Hjálmarsson, Umslag ehf.