Vilmundur Jósefsson, framkvæmdastjóri Svartár ehf, gefur ekki kost á sér í áframhaldandi stjórn Fjarskipta hf, móðurfélags Vodafone á Íslandi fyrir aðalfund félagsins sem verður fimmtudaginn 16. mars 2017.

Vilmundur hefur setið í stjórninni frá því í mars 2014 en hann sat áður í henni á frá 2012 til 2013. Sjálfkjörið er í nýja stjórn, og tekur Yngvi Halldórsson sem áður sat í varastjórn sæti Vilmundar.

Aðrir stjórnarmenn eru þeir sömu og hafa verið, en það eru þau:

  • Heiðar Guðjónsson stjórnarformaður en hann hefur verið í stjórn félagsins frá því í apríl 2013.
  • Anna Guðný Aradóttir forstöðumaður markaðs- og samskiptasviðs hjá Samskipum hf. en hún kom inn í stjórnina í ágúst 2012.
  • Hildur Dungal er varaformaður stjórnar Vodafone, en hún kom inn í stjórnina í nóvember 2012. Hún starfar sem lögfræðingur hjá innanríkisráðuneytinu en áður starfaði hún meðal annars sem forstjóri Útlendingastofnunar.
  • Hjörleifur Pálsson hefur setið í stjórninni frá því í aprí 2013 en hann er viðskiptafræðingur og stjórnarformaður og formaður háskólaráðs í Háskólanum í Reykjavík.

Agla Elísabet Hendriksdóttir sem kosin var til varastjórnar fyrir ári síðan býður sig ekki áfram til starfa, en í staðinn fyrir þau Yngva eru sjálfkjörin þau Baldur Már Helgason og Tanya Zharov.