Vilmundur Jósefsson kemur nýr inn í stjórn Vodafone eftir að hafa náð kjöri þar í gær á aðalfundi félagsins. Aðrir í stjórninni eru þau Hjörleifur Pálsson,Hildur Dungal, Anna Guðný Aradóttir og Heiðar Már Guðjónsson. Erna Eiríksdóttir, fjárfestingastjóri Eimskip, bauð sig einnig fram til áframhaldandi stjórnarsetu en náði ekki kjöri.

Þess má geta að sömu sex aðilar buðu sig fram í stjórnarkjörinu fyrir ári síðan en þá náði Vilmundur ekki kjöri. Var þá talað um að Heiðar Már hafi haft Vilmund undir í kjörinu. Vilmundur hefndi því ekki fyrir kjörið á síðasta ári en komst inn í þetta skiptið á kostnað Ernu.