Embætti forseta Íslands hefur auglýst laust til umsóknar starf umsjónarmanns á Bessastöðum.

Starfið felst í því að hafa umsjón með fasteignum á Bessastöðum auk þess að sinna akstri fyrir embætti forseta og er ætlast til að starfsmaðurinn hafi búsetu á Bessastöðum.

Í auglýsingunni segir að: Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi reynslu og menntun sem nýtist í starfinu, færni í mannlegum samskiptum og gott vald á enskri tungu. Forsetaritari er yfirmaður starfsmannsins og er fyrirhugað starfshlutfall 100%. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytisins og Stéttarfélags í almannaþjónustu (SFR).

Ýmis reynsla getur nýst í starfinu og má í því sambandi nefna löggæslu, húsvörslu, öryggis-vörslu og akstur í atvinnuskyni. Miðað er við að hinn nýi starfsmaður taki til starfa við fyrstu hentugleika haustið 2014.