Á vef innanríkisráðuneytisins auglýsir ráðuneytið laus til umsóknar tvö embætti lögreglustjóra, á Vestfjörðum og í Vestmannaeyjum. Umsóknarfrestur er til 18. ágúst næstkomandi. Innanríkisráðherra mun skipa í embættin frá 1. janúar 2015 til fimm ára.

Í auglýsingunni kemur fram að umsækjendur skulu fullnægja skilyrðum 2. mgr. 28. gr. lögreglulaga nr. 90/1996, sbr. 2. mgr. 12. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um embættin.

Eins og VB.is greindi frá á dögunum var lögreglustjóraembættunum fækkað úr fimmtán niður í níu, og voru sjö nýjir lögreglustjórar skipaðir á dögunum, þar af þrjár konur.