Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að leifarnar af Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar séu farnar. Það sýni sú ákvörðun Óslóaborgar að hætta að senda jólatré til Reykjavíkur fyrir jólin. Eins og kunnugt er samþykkti ríkisstjórnin Evrópustefnu á dögunum sem byggir meðal annars á nánu samstarfi við Noreg en einnig Evrópusambandið í gegnum EES samninginn.

„Norðmenn og Færeyingar tóku náttúrulega ekkert mark á Evrópustefnunni og gerðu makrílsamninga sín á milli og við ESB án þess að láta Ísland vita. Og eins og það væri ekki nóg, þá bætist þetta við. Vinátta Norðmanna við Ísland er ekki einu sinni eins jólatrés virði, í augum bæjaryfirvalda í Osló,“ segir Árni Páll á fésbókarsíðu sinni.