Vínbarinn við Kirkjutorg í miðbæ Reykjavíkur hefur verið endurhannaður og var opnaður formlega á ný á þrettán ára afmæli staðarins þann 25. júlí.

„Gunnar Páll Rúnarsson er stofnandi Vínbarsins og einn af eigendum hans og við erum að fara aftur í rótina á staðnum. Þetta er orðið að bistro veitingastað þar sem áhersla verður lögð á gott úrval af vínum og við stefnum að því að vera með flottasta vínkjallarann á landinu,“ segir Teitur Jónasson, einn af eigendum Vínbarsins.

En það eru ekki bara vínin sem eiga að laða fólk að. „Áherslurnar eru breyttar að því leyti að við ætlum að bjóða upp á góðan mat og opna fyrr á daginn. Bjóða fólki upp á hádegisverð og góða eftir vinnustemningu,“ segir Teitur.