Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur haft í hyggju að opna að nýju verslun í Grafarvogi , eftir að hafa lokað verslun sinni í Spönginni fyrir um sex árum síðan.

Leit að húsnæði hefur staðið yfir að undanförnu. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir í samtali við Gullinbrú að nýja verslunin verði til húsa í Spönginni en búið er að skrifa undir samning við fasteignafélagið Reiti þar um.

ÁTVR mun taka við húsnæðinu þann 1. maí næstkomandi en opnunardagur verslunarinnar liggur ekki. Nánari fréttir af því munu berast um miðjan apríl.