*

laugardagur, 27. nóvember 2021
Innlent 10. desember 2016 16:22

Vinda ofan af fléttunum

Nýjasta lausn CreditInfo hefur hjálpað rannsóknarteymi að kanna fyrirtækjasamstæður, hegðunarmynstur, skuldsetningu og eiginfjárstöður þeirra.

Hörður Guðmundsson
Guðrún Johnsen, lektor í fjármálum við Háskóla Íslands.
Haraldur Guðjónsson

Guðrún Johnsen, lektor í fjármálum við Háskóla Íslands, hefur leitt hóp rannsakenda frá Paris School of Economics, University of Maryland og Stanford University. Hópurinn hefur haft það markmið að vinda ofan af viðskiptafléttum á nokkuð fræðilegan máta, til þess að kanna fyrirtækjasamstæður, hegð- unarmynstur, skuldsetningu og eiginfjárstöður þeirra.

CreditInfo hefur einnig átt ríkan þátt í rannsókninni, en fyrirtækið undirritaði samstarfssamning við Háskóla Íslands fyrr á árinu, sem tryggði háskólanum gögn úr fyrirtækjaskrá sem félagið hafði tekið saman frá og með árinu 2008. CreditInfo hefur svo einnig hannað lausn, sem einfaldar upplýsingaöflunina og getur á augabragði skýrt tengingar einstaklinga og fyrirtækja við hvort annað.

Hringeignatengslin villa fyrir

Lausnin auðveldar því í raun gagnaleitina í gagnagrunni CreditInfo, en hún er hönnuð af sérfræðingum fyrirtækisins. Einn þessara sérfræðinga er dr. Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður fyrir greiningu og ráðgjöf. Gunnar segir lausnina þó ekki einungis vera hannaða til að auðvelda rannsóknir, heldur munu allir geta keypt að­ gang að því. „Nýja varan okkar gerir öllum kleift að skoða eignatengsl fyrirtækja og einstaklinga, en það getur verið mjög mikilvægt að átta sig á því hverjir endanlegir eigendur félaga séu. Markmiðið er því að auka gagnsæi, sem er mikilvægt fyrir þá sem stunda viðskipti sín á milli, eða eru lánardrottnar eða fjárfestar.“

Samkvæmt Gunnari geta flókin hringeignatengsl villt fyrir fólki og hingað til hefur það verið tímafrekt, flókið og dýrt að fá skýra mynd af skipulagi fyrirtækja. „Samstæður geta verið mjög flóknar, en lausnin gefur okkur gott yfirlit yfir flétturnar. Það félag sem rakið er til flestra endanlegra eigenda á 91 endanlegan eiganda, dýpsta rakningin niður á endanlega eigendur inniheldur 18 liði og stærsta fléttan inniheldur 144 kennitölur.“

Ísland yfirvigtað í Panamalekanum

Guðrún Johnsen segir CreditInfo hafa unnið gríðarlega gott starf, en gögnin, sem metin eru á ríflega 450 milljónir króna, hafa nýst vel við rannsóknina. „Rannsóknin hefur gengið út á það að skoða fyrirtækjasamstæður, hvernig þær eru fjármagnaðar og hvernig lánamarkaðurinn er innan samstæðunnar og utan hennar. Hingað til hefur lítið af rannsóknum á þessu sviði birst, þannig að upplýsingar hafa ekki legið fyrir um hvernig samstæð­ ur hegða sér, tryggja sér fjármagn, lána innbyrðis og svo framvegis. CreditInfo hefur aftur á móti auðveldað þessa rannsókn verulega.“

Panamalekinn hefur einnig haft áhrif á rannsóknina, enda var Ísland yfirvigtað í lekanum. Guðrún segir lekann gera Ísland að áhugaverðum stað til þess að gera rannsóknir af þessu tagi, enda mátti finna upplýsingar um ríflega 800 félög sem tengdust um 600 einstaklingum. „Þetta eru nokkrir há­ skólar sem vinna að þessari rannsókn saman, en það getur reynst erfitt að sækja upplýsingar í mörgum löndum. Ísland er alveg einstakt, því samkvæmt lögum ber fyrirtækjum að skila inn ársreikningum og landið var yfirvigtað í Panamalekanum. Þar sem kerfið hérna er lítið og upplýsingarnar að­ gengilegar, er hægt að tengja saman fléttur á Íslandi og á aflandssvæðum og þannig er hægt að sjá vel í gegnum netið.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta gerst áskrifendur hér.