Donald Trump hefur tapað máli í Skotlandi en hann barðist gegn því að vindmyllur til raforkuframleiðslu yrðu reistar í sjónmáli við golfvöll sem hann á þar í landi. Kæru Trump var vísað frá Hæstarétti Bretlands í gær, en hann tapaði málinu fyrir þremur dómstigum.

Fyrsti ráðherra Skotlands og yfirmaður ríkisstjórnar Skotlands Alex Salmond sagði að Trump hefði tapað í þrjú skipti (three times a loser) og að ákvörðunin væri sigur fyrir endurnýjanlega orku. Hann sagði einnig að málsókn Trump hefði tafið málið um fjölda ára.

Trump stofnunin sem rekur golfvöllin hefur hótað að kæra málið til Evrópudómstólsins í yfirlýsingu sem hún gaf út eftir að ákvörðunin var ljós:

„Er einhverjum ekki sama um hvað þessum manni [Alex Salmond] finnst. Hann er búinn að vera og algerlega ómerkilegur. Hann veit ekki einu sinni hvað er að gerast í sínu eigin kjördæmi. Hann ætti að fara aftur að gera það sem hann gerir best: að afhjúpa málverk af sjálfum sér til að höfða til síns eigin útblásna sjálfstrausts.“