Landsvirkjun hyggst risa tvær vindmyllur í nágrenni Búrfellsstöðvar nú í haust. Þetta kemur fram á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Þar segir að Landsvirkjun hafi þegar sótt um tilskilin leyfi hafa breytingar á skipulagi verið auglýstar.

Samkvæmt áætlunum Landsvirkjunar er gert ráð fyrir tveimur 55 metra háum vindtúrbínum sem samtals geti framleitt allt að 1,9 MW. Þetta á að gera í rannsóknarskyni en eins og áður hefur komið fram stefnir Landsvirkjun á byggingu vindraforkuvers á þessum stað.

Landsvirkjun hefur þegar samið um kaup á tveimur þýskum vindmyllum.