Vindmyllur fyrirtækisins Biokraft ehf., sem reistar voru í Þykkvabæ, hafa báðar hafið raforkuframleiðslu og stefnt er að því að formleg raforkusala inn á landsnetið hefjist í næstu viku. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.

Haft er eftir Steingrími Erlingssyni, framkvæmdastjóra Biokraft ehf., að vindmyllurnar hafi keyrt á fullum krafti á sunnudag og það hafi gengið vel. Hann segir jafnframt að nú þegar sé byrjað að framleiða rafmagn og vindmyllurnar svari því vel. Eftir verslunarmannahelgi mun síðan allt fara á fullt.