Klárað var að setja saman aðra vindmyllu Landsvirkjunar við Búrfellsstöð í dag þegar spaðarnir á vindmyllunni voru settir upp. Vindmyllurnar standa við svæði í nágrenni við Búrfellsstöð sem kallast Hafið.

Þær eru rannsóknarverkefni Landsvirkjunar en vonir standa til að vindorkan verði þriðja stoðin í orkukerfi Landsvirkjunar, ásamt vatnsafli og jarðvarma. Vindmyllurnar eru hvor um sig 900kW en kostnaðurinn við eitt megavatt er um það bil ein milljón evra.

Gert er ráð fyrir að vindmyllurnar verði afhentar frá Enercon til rekstrar og orkuvinnslu í janúar.