Tarique Mohammed, lögmaður sem starfar hjá embætti ríkissaksóknara Bretlands, tapaði afar sérkennilegu dómsmáli nú á dögunum. Hann kærði vinnuveitanda sinn eftir að vinnufélagi hans, Paul McGorry, bað hann um að hætta að prumpa, en þeir félagar byrjuðu að vinna á sömu skrifstofu í byrjun árs 2016. Þetta kemur fram grein hjá Guardian .

Mohammed hélt því fram að beiðni McGorry, að biðja hann um að hætta að prumpa, væri niðurlægjandi og neyðarleg, en kviðdómurinn komst að þeirri niðurstöðu að beiðnin væri réttmæt. Kviðdómurinn sagði jafnframt að beiðnin væri eðlileg þar sem endurtekin tilvik vindverkja hefðu átt sér stað í litlu skrifstofurými.

Aukaverkun af hjartalyfjum

Ákærandi tók lyf daglega fyrir hjartsláttatruflunum, en ein af aukaverkunum lyfsins voru stanslausir vindverkir. Kviðdómurinn sagði ákærða ekki hafa vitað að lyfin væru ástæða vindverkjanna þó hann hafi vissulega vitað að ákærandi hefði eitt sinn fengið hjartaáfall.

Í dómnum segir að ákærði hafi einn daginn, eftir stanslausa vindverki ákæranda, spurt hann: „Þarftu að gera þetta Tarique?" Þá hafi ákærandi svarað að þetta stafi af lyfjunum sem hann tæki. Þegar ákærði spurði hvort hann gæti farið fyrir utan skrifstofuna og klárað vindganginn þar, sagði ákærandi að hann gæti það ekki.