Sigmar Guðbjörnsson, formaður Samtaka sprotafyrirtækja og framkvæmdastjóri Stjörnu-Odda, fjallaði um fjármögnun og styrkjaumhverfið á fundi Klaks Innovits í síðustu viku. Hann varar frumkvöðla þó við því að fá of marga ættingja til að fjárfesta í verkefnum sínum og sagði á léttu nótunum að sunnudagskaffið hjá ömmu gæti með því orðið ansi erfitt.

Hann sagði að það væri oft leitað til ættingja og vina til að leggja verkefnum lið og kallaði það hið þrefalda vaff. „Vinir, vandamenn og vitleysingar,“ sem kæmu þá til greina sem hugsanlegir fjárfestar.

Haukur Guðjónsson, framkvæmdastjóri Búngaló, var einnig frummælandi á fundinum.

Hér má sjá fyrirlestra Sigmars og Hauks.