Bresk stjórnvöld munu ekki loka vínkjallara sínum en innihald hans er metið á um 2 milljónir punda, tæpar 400 milljónir króna.  BBC greinir frá.

Meðal flaskna í kjallaranum er Chateau Latour frá 1961 en það ár var sérstaklega gott ár í vínframleiðslu í Bordeaux.  Sú flaska er metin á 800 þúsund til 2 milljónir króna eftir sölustað en var keypt á 51 shillings og 5 pens (Pundið var tekið upp 1971).

Einnig er þar að finna Quinta Do Noval púrtvínsflösku frá 1931 sem er talið vera „eitt besta púrtvín 20. aldarinnar".  Fleiri víntegundir má nefna, s.s.  Chateau Lafite, Chateau Margaux og Chateau Mouton Rothschild.

Tom Watson þingmaður Verkamannaflokksins hefur ítrekað spurt ráðherra úti í kjallarann og fleiri þingmenn hafa gagnrýnt þessa ráðstöfun skattfjár en vín að andvirði um 9 milljóna króna hefur verið keypt frá kosningum.

Ráðherrar hafa varið víneign ríkisins og segja nauðsynlegt og hagkvæmt að reka vínkjallarann þó svo engum dytti í hug að drekka dýrustu flöskurnar.  Þær yrðu seldar.