Undirbúningur að hönnun tvöföldunar jarðganga undir Hvalfjörð er nú í gangi hjá Vegagerðinni. Meðal þess sem taka þarf afstöðu til við tvöföldun ganganna er hvar þau eiga að liggja segir í frétt Skessuhornsins.

Líklegast er talið að ný göng verði samsíða núverandi göngum. Eigi að síður verður sá möguleiki kannaður að munni nýju ganganna að norðanverður liggi austar en núverandi ganga segir í Skessuhorninu. Í dag aka flestir vegfarendur um göngin því lengri leið en þyrfti ef munninn að norðanverðu lægi betur við núverandi þjóðleið vestur og norður í land. raun er því lega ganganna í dag að lengja leið flestra, eða um 75% vegfarenda, með tilheyrandi kostnaði.

Umferð um Hvalfjarðargöng hefur aukist mun hraðar en búist var við og fyrir nokkru hófust umræður um hvort ekki væri tímabært að huga að tvöföldun þeirra. Sú umræða hefur aukist í kjölfar umræðna um fyrirhugaðar framkvæmdir við Sundabraut.