Unnið er að því að fara yfir umhverfismat fyrir Bjarnarflag við Mývatn og gert ráð fyrir að því verði lokið í september. Þetta segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í samtali við RÚV . Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra sagði í gær núverandi umhverfismat virkjunarinnar tíu ára og hafi forsendur breyst. Síðan þá hafi orðið til mikil ný reynsla og þekking á umhverfisáhrifum við byggingu jarðvarmavirkjana.

RÚV segir ráðherra hafa hvatt Landsvirkjun til að láta vinna mat.