Bresk-íslenska tæknifyrirtækið Takumi byggir starfsemi sína í kring um árhifafólk á Instagram og hefur átt góðu gengi að fagna að undanförnu.

Nánar tiltekið leiðir Takumi saman einstaklinga sem eru með yfir 1000 fylgjendur og fyrirtæki sem eru að leita eftir því að koma vörum sínum á framfæri.

Í byrjun mánaðarins fór fyrirtækið í gegnum 4 milljón dala hlutafjáraukningu og hefur einnig hafið starfsemi í New York.

Fyrsti viðskiptavinur Takumi þar í borg er ekki af verri endanum, en samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er umrætt fyrirtæki Disney.

Stofnendur fyrirtækisins eru þeir Jökull Sólberg Auðunsson, Guðmundur Eggertsson og Mats Stigzelius.